fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Þrír stórir bitar að framlengja í Vesturbæ – Rúnar ætlar ekki að ræða nöfnin sem eru á blaði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 11:00

Rúnar Kristinsson er þjálfari KR / Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír lykilmenn KR leita nú af penna til að framlengja samning sinn við félagið. Óskar Örn Hauksson, Pálmi Rafn Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson eru allir að verða samningslausir.

KR hefur boðið þeim nýja samninga og vonast Rúnar Kristinsson eftir því að þeir framlengi við félagið á allra næstu dögum.

„Óskar Örn, Pálmi og Arnór Sveinn eru að ganga frá sínum málum. Menn hafa verið í rólegheitum að spjalla saman. Ég reikna með því að gengið verði frá því á næstu dögum,“ sagði Rúnar í samtali við 433.is í dag.

Arnþór Ingi Kristinsson og Aron Bjarki Jósepsson eru einnig að verða samningslausir en skoða sín mál. Guðjón Orri Sigurjónsson yfirgefur Vesturbæinn.

„Arnþór ingi og Aron Bjarki eru að skoða sína stöðu. Það er búið að bjóða öllum þessum fimm að vera áfram. Einhverjir ætla að skoða stöðuna en Óskar Pálmi og Arnór Sveinn eru langt komnir með sitt. Vonandi gengur það upp, það verða allir að verða sáttir.“

KR veit það síðdegis á laugardag hvort liðið komist í Evrópukeppni. Liðið treystir á sigur Víkings gegn ÍA í bikarúrslitum, verði það að veruleika er það búbót fyrir reksturinn.

„Það á að breyta neinu í stóra samhenginu, auðvitað hjálpar það rekstrinum. Að komast í Evrópukeppni er búbót,“ sagði Rúnar.

KR hefur lagt fram tilboð í Valgeir Valgeirsson samkvæmt fréttum og þá eru fleiri orðaðir við félagið. „Ég er ekki að fara að nefna nein nöfn. Það eru fullt af nöfnum á blaði, af viðringu við þessa klúbba er ekki hægt að ræða það meira. Sumir leikmenn eru samningsbundnir Það eru fullt af leikmönnum á blaði en við þurfum að fara eftir reglum og bera virðingu fyrir öðrum félögum,“ sagði Rúnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Crystal Palace vill fá Van de Beek á láni

Crystal Palace vill fá Van de Beek á láni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Afríkukeppnin: Mane fór meiddur af velli er Senegal fór áfram

Afríkukeppnin: Mane fór meiddur af velli er Senegal fór áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndirnar – Stjörnur Liverpool tóku þátt í golfmóti í Dubai

Sjáðu myndirnar – Stjörnur Liverpool tóku þátt í golfmóti í Dubai
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vanda og stjórnin hvetja til þess að hugað verði að kynjaskiptingu á ársþingi

Vanda og stjórnin hvetja til þess að hugað verði að kynjaskiptingu á ársþingi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal
433Sport
Í gær

Afríkukeppnin: Kamerún áfram þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Kómoreyinga

Afríkukeppnin: Kamerún áfram þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Kómoreyinga
433Sport
Í gær

Mancini velur Balotelli í ítalska landsliðshópinn

Mancini velur Balotelli í ítalska landsliðshópinn