fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
433Sport

Sigurður G um KSí málið og Öfga hópinn: „Í Laugardal er ekki spurt um sekt áður en dæmt er“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. október 2021 10:00

© 365 ehf / Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sigurður G Guðjónsson skrifar um grein Morgunblaðsins í morgun á Facebook síðu sinni. Þann 27. september síðastliðinn barst stjórn Knattspyrnusambands Íslands tölvupóstur frá aðgerðahópnum Öfgum. Efni tölvupóstsins var flokkað sem trúnaðarmál á stjórnarfundi sambandsins sem fór fram 30. september. Tölvupósturinn er sagður hafa innihaldið nöfn sex leikmanna karlalandsliðsins og dagsetningar meintra ofbeldis- og kynferðisbrota þeirra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu. Segir blaðið að vegna þessa hafi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, ekki getað valið alla þá leikmenn sem hann vildi velja fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein. Margir leikmenn, sem hafa verið lykilmenn í liðinu á undanförnum árum, voru ekki í hópnum fyrir þessa leiki.

Sigurður tekur til máls eins og svo oft á undanförnum vikum þar sem Knattspyrnuhreyfingin hefur staðið í ströngu.

„Rannsóknarréttur íþróttahreyfingarinnar. Morgunblaðið greinir frá því á forsíðu í dag að sex landsliðsmenn í knattspyrnu séu eða hafi verið sakaðir um brot. Þess vegna má ekki velja þá í landsliðið. Þessar ásakanir munu koma fram í tölvupósti sem svokallaður aðgerðarhópur sendi stjórn KSÍ 27. september sl,“ skrifar Sigurður um málið.

Sigurður gerir nafn hópsins að umtalsefni sínu. „Aðgerðarhópurinn ber heitir Öfgvar, sem er réttnefni, enda stýra meðlimir hans með ofbeldisfullum hætti umræðu um ofbeldi. Öfgvahópurinn og einstakir meðlimir hans hafa á margan hátt skrumskælt hugtakið ofbeldi og skaðað hagsmuni þeirra, sem í raun hafa mátt þola ofbeldi,“ skrifar Sigurður.

Hópurinn hefur látið til sín taka þegar kemur að málum KSÍ undanfarnar vikur og skrifar Sigurður. „Enginn er heldur óhultur fyrir ofbeldisásökunum og öllu ber að trúa sem öfgvahópar þessir dreifa og þeir sem vilja njóta vinsælda segjast styðja þolendur ofbeldis, þó gerðir sumra þeirra sanni hið gagnstæða. Enginn spyr þegar hávaðinn byrjar hver er þolandi í hverju tilviki fyrir sig og engum sem vill vera á vinsældavagninum dettur í hug að efast um sannleiksgildi allra þeirra frásagna um ofbeldi sem komið hefur verið á flot fyrir tilstilli Öfgva, Bleika fílsins og annarra áþekkar öfgva hópa.“

Sigurður segir fólk óttast að standa upp á móti hópnum. „Af ótta við úthrópun og aftöku í bergmálshelli samfélagsmiðla bogna menn og brotna gefast upp og hætta að fara að reglum samfélagsins eða samtaka sem þeir stjórna.“

Lögmaðurinn talar svo um vegferð KSÍ þar sem sambandið hefur útilokað leikmenn frá verkefnum sínum. Enginn landsliðsmaður hefur verið dæmdur sekur um lögbrot en tveir eru undir rannsókn lögreglu. „Íþróttahreyfingin hefur komið sér upp einhvers konar rannsóknarrétti í Laugardal, þar sem ekki er spurt um sekt áður en dæmt er. Stjórn KSÍ útilokar góða leikmenn frá því að spila með karlalandsliði.“

Sigurður segist svo vita um mál þar sem einstaklingur var útilokaður hjá knattspyrnufélagi og skrifar. „Ég þekki auk þess dæmi um að knattspyrnufélag hefur útilokað unga drengi frá æfingum og leikjum vegna þess að hann eru borinn sökum um ofbeldisbrot gagnvart stúlku á sama aldri. Engin sönnun er þó um brot hans fremur hið gagnstæða. Enginn veltir því fyrir sér hvaða afleiðingar þetta hefur haft á líf þessa unga drengs. Sem betur fer á hann góða að sem reyna að halda utan um hann. Það eru ekki allir svona heppnir,“ skrifar Sigurður.

Sigurður telur að KSÍ eigi að láta aðra aðila sjá um að skoða ásakanir um ofbeldi. „Er ekki rétt að íþróttahreyfingin geri það sem henni ber samkvæmt lögum sínum og samþykktum og láti réttarvörslukerfið um rannsóknir sakamála hvers eðlis sem þau kunna að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“

Undankeppni HM 2023: Þorsteinn býst við erfiðum leik á föstudaginn en telur íslenska liðið vera sterkara – ,,Hver leikur skiptir máli“
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool
433Sport
Í gær

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“

Segir drauminn vera að Guðni Bergs snúi aftur sem formaður KSÍ – „Þetta er bara aðför“
433Sport
Í gær

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur
433Sport
Í gær

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum