fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Ný stjarna Íslendinga auðmjúk – Hefur mikla trú á Arnari og Eiði Smára

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 09:00

Arnar og Eiður Smári ræða málin Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki fengið þau skilaboð, það er undir Arnari komið hvernig. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í hóp hjá A-landsliðinu í keppnisleik, maður er bara þolinmóður,“ sagi markvörðurinn knái Elías Rafn Ólafsson um stöðu mála. Elías Rafn er aðeins 21 árs gamall en hann hefur slegið í gegn á síðustu vikum.

Elías Rafn leikur með danska liðinu Midtjylland, hann fékk tækifæri á dögunum og hefur orðið að stjörnu á einni nóttu. Elías Rafn var kjörinn besti leikmaður danska fótboltans í september.

„Ef kallið kemur er maður klár, við erum með flotta markverði í Patta (Patrik Sigurður) og Rúnari. Þetta er val sem þjálfararnir verða að taka,“ sagði Elías Rafn um það hvort hann telji að hann byrji gegn Armeníu í undankeppni HM á föstudag.

„Við erum allir góðir vinir, það er hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías um markverðina þrjá sem nú berjast um að taka stöðuna sem Hannes Þór Halldórsson hefur gefið eftir.

Getty Images

Heldur sér á jörðinni:

Þrátt fyrir skjótan frama kemur Elías fyrir sem mjög jarðbundinn drengur. „Það gengur bara mjög vel, maður heldur sér niðri á jörðinni og er auðmjúkur. Þetta er búið að vera alvöru mánuður, það er gaman,“ sagði Elías.

Elías Rafn vann undir stjórn Arnars Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í U21 árs landsliðinu og hefur mikla trú á þeim. „Þetta eru sömu þjálfarar og við vorum með, þetta er svipað og var Í U21. Við ungu mennirnir þekkjum þeirra taktík og þjálfarana. þetta er skref upp á við,“ sagði Elías.

„Við þekkjum þjálfarana sem vorum í U21. Þekk, það er traust þarna á milli Ég hef fulla trú á að þeir geti búið til alvöru lið.“

Elías Rafn Ólafsson / Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu