fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Solskjær kennir dómaranum um tapið gegn lélegasta liðinu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 08:20

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar og tapaði óvænt fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kean Bryan kom Sheffield United yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá John Fleck.

Harry Maguire, jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Alex Telles. Leikmenn Sheffield United neituðu hins vegar að leggja árar í bát. Oliver Burke tryggði liðinu sigur með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá John Lundstram.

Heldur betur óvæntur sigur Sheffield sem er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig. Manchester United er í 2. sæti með 40 stig.

„Við voru með boltann en þegar þú færð á þig tvo aulaleg mörk þá verður þetta erfitt. Við sköpuðum ekki nógu mörg góð færi,“ saðgi Solskjær.

„Það vantaði töfrana, þetta auka. Þeir vörðust vel, við vorum ekki með réttar lausnir.“

Solskjær kennir dómara leiksins um að fyrra mark Sheffield hafi fengið að standa og að svipað atvik hafi ekki fallið með United skömmu síðar.

„Það er brot í fyrsta marki þeirra, Billy Sharph hleypur inn í David de Gea. Á hinum endanum er ekkert brot þegar við skorum. Tvö mistök hjá dómaranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu
433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra