fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Arsenal goðsögn hefur áhyggjur af Saka

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 20:42

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal, segist hafa áhyggjur af því hversu mikil ábyrgð sé sett á herðar hins unga Bukayo Saka, sem hefur slegið í gegn með Arsenal á þessu tímabili.

Saka er einungis 19 ára gamall og Arsenal treystir mikið á hans sköpun innan vallar. Saka hefur spilað 26 leiki fyrir Arsenal á tímabilinu.

„Þegar maður hefur í huga að Thomas Partey og Emile Smith Rowe þurftu að fara af velli í síðasta leik með krampa, þá setur það bara í samhengi hversu mikla vinnu þeir eru að leggja á sig.

Allir hafa áhygjur af Saka af því að hann er svo ungur og er með mikla ábyrgð á herðum sér hvað varðar að skapa færi í sóknarleik Arsenal. Það sama gildir um Smith Rowe og Martinelli þegar hann er heill. Þeir eru þó allir að skila sínu,“ sagði Ian Wright í viðtali á Optus Sport.

Wright er mikill aðdáandi á Saka og hefur ekki farið leynt með það á samfélagsmiðlum.

Arsenal er á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og Saka gaf stoðsendingu og skoraði mark í 3-1 sigri liðsins gegn Southampton í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga