Föstudagur 05.mars 2021
433Sport

Stjóri Celtic skilur ekkert í gagnrýni á ferð liðsins til Dubai – „Ég biðst ekki afsökunar“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 18:47

Mynd úr æfingaferð Celtic til Dubai

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neil Lennon, knattspyrnustjóri skoska liðsins Celtic skilur ekkert í þeirri gagnrýni sem félagið hefur fengið á sig eftir að hafa ferðast til Dubai á miðju tímabili í Skotlandi og neitar að biðjast afsökunar á ferðinni.

Gagnrýnin fólst í því að félagið væri að taka óþarfa áhættu í miðjum heimsfaraldri með því að ferðast til Dubai og hafi þar með hundsað uppgang faraldursins heimavið. Myndir sem birtust af leikmönnum og starfsliði félagsins með bjór á sundlaugarbakka í Dubai á meðan skoskir landsmenn sættu útgöngubanni, sefuðu ekki gagnrýnina.

Lennon segir að sitt lið þurfi að sitja undir einelti og að allt fjaðrafokið sé drifið áfram af pólitískum ástæðum.

Tveir leikmenn Celtic hafa greinst með Covid-19 í kjölfarið og þurfti Lennon ásamt 13 leikmönnum Celtic að fara í sóttkví sem varð til þess að þeir leikmenn gátu ekki tekið þátt í tveimur leikjum liðsins sem enduðu báðir með jafntefli.

Framkvæmdastjóri Celtic, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar og sagði að ferðin hafi verið mistök. Lennon neitar hins vegar að biðjast afsökunar á ferðinni.

„Ég bið stuðningsmenn okkar bara afsökunar á því að 13 leikmenn þurftu að fara í sóttkví í 10 daga, sem er fáránlegt. Ég biðst ekki afsökunar á öðru,“ sagði Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic á blaðamannafundi.

Celtic situr í 2. sæti skosku úrvalsdeildarinnar, 21 stigi á eftir toppliði Rangers. Celtic á þó þrjá leiki inni á Rangers en þrátt fyrir það er forysta Rangers mikil.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag
433Sport
Í gær

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar
433Sport
Í gær

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við
433Sport
Í gær

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann