Það styttist í að Mesut Özil, gangi til liðs við tyrkneska liðið Fenerbache frá Arsenal. Özil er mættur til Tyrklands til að ganga frá samningum við félagið.
Shkodran Mustafi, liðsfélagi Özil hjá Arsenal kvaddi leikmanninn með skilaboðum sem hann birti á samfélagssmiðlinum Twitter. Þar þakkar Mustafi honum fyrir samveruna en viðurkennir um leið að liðið hafi brugðist honum.
„Bróðir þú hefur verið einn óeigingjarnasti leikmaðurinn innan og utan vallar, sem ég hef deilt búningsklefa með. Þín verður alltaf minnst sem stoðsendingakóngurinn. Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig þegar að þú þurftir okkur hvað mest. Allt það besta,“ skrifaði Mustafi á Twitter.
Mesut Özil hefur ekkert spilað með Arsenal á tímabilinu og hefur verið utan leikmannahóps Arsenal í öllum keppnum. Hann er ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins og náði á dögunum samkomulagi við félagið um riftun á samningi sínum.
Özil spilaði 254 leiki fyrir Arsenal, hann skoraði í þeim leikjum 44 mörk og gaf 77 stoðsendingar.
Bro, you have been the most unselfish player on and off the pitch, I have ever shared the dressing room with. You will be always remembered as the #AssistKing. Unfortunately we as a team haven’t been able to assist you when you needed us the most. All the best ❤️ #SM20 pic.twitter.com/gEfl6AWzZj
— Shkodran Mustafi (@MustafiOfficial) January 18, 2021