fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 11:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímabili Mesut Özil hjá Arsenal virðist vera að taka enda. Leikmaðurinn hefur náð samkomulagi við forráðamenn félagsins um riftun á samningi sínum sem mun taka gildi strax. Þetta herma heimildir blaðamannsins David Ornstein.

Búist er við því að Özil haldi til Tyrklands um helgina þar sem hann mun ganga frá samningum við tyrkneska liðið Fenerbache.

Özil hefur ekkert leikið með Arsenal á tímabilinu og hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í. Hann er ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.

Özil gekk til liðs við Arsenal þann 2. september árið 2013 frá spænska liðinu Real Madrid. Kaupverðið á þeim tíma var um það bil 50 milljónir evra.

Hjá Arsenal hefur hann spilað 254 leiki, skorað 44 mörk og gefið 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svíar fá harkalega á baukinn – Stjörnur Arsenal og Liverpool sérstaklega teknar fyrir

Svíar fá harkalega á baukinn – Stjörnur Arsenal og Liverpool sérstaklega teknar fyrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristian Nökkvi um markið góða gegn Frökkum í kvöld – „Að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað“

Kristian Nökkvi um markið góða gegn Frökkum í kvöld – „Að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað“