fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Skellti DV í andlitið á Aroni Einari: „Hvað varst þú að gera í gær?“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi töffaraskapur verður aldrei toppaður í íslenskri deildarkeppni. Að detta þetta í hug. Glerþakið brotið,“ skrifar knattspyrnusérfræðingurinn, Hjörvar Hafliðason á Twitter í dag og birtir myndband af skemmtilegri atvikum úr íþróttasögu Íslands.

Um atvikið sem er birt á Youtube segir. „KA maðurinn Baldvin Þorsteinsson á eitt allra eftirminnilegasta atvik í sögu íslensku deildarinnar. Tímabilið 2004-2005 lék hann með liði Vals og þegar Þórsarar mættu í heimsókn að Hlíðarenda þann 4. mars 2005 tók Baldvin sig til og tróð boltanum í körfu sem var við hliðarlínu vallarins. Baldvin uppskar beint rautt spjald fyrir framtakið en það kom ekki að sök í öruggum sigri Vals, 36-29 Dómarar leiksins, Guðjón Sigurðsson og Ólafur Örn Haraldsson, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og vísuðu Baldvini af leikvelli í tvær mínútur. En eftir að hafa rætt saman um málið sýndu þeir leikmanninum rauða spjaldið.“

Það sem vekur svo einnig athygli að þarna er Aron Einar Gunnarsson að spila með Þór, Aron er í dag þekktur fyri afrek sín á knattspyrnuvellinum. Hann hefur verið fyrirliði Íslands í fótbolta um langt skeið og átt magnaðan feril í atvinnumennsku.

Aron Einar tók þátt í þessum fræga leik og var aðeins 16 ára gamall, degi síðar mætti hann á U17 ára landsliðs æfingu í fótbolta. „Sérð mig þarna á miðjunni að stýra leiknum,“ skrifa Aron í svari til Hjörvars.

Lúka Kostic var þjálfari U17 ára landsliðsins á þessum tíma. „Daginn eftir fékk ég að heyra það frá okkar manni, Kostic.“

Kostic hafði komist af því að Aron hefði verið að keppa í handbolta. „Það var landsliðsæfing daginn eftir, fékk þá augnaráð frá Kostic “Hvað varst þú að gera í gær?“. Hann henti svo DV í grímuna á mér, mynd af mér með handbolta í hönd,“ sagði Aron um þetta skemmtilega mál.

Troðslu Baldvins úr þessum leik og klippuna af Aroni Einari að stýra liði Þórs má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“
433Sport
Í gær

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það