fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Kristján segir frá ferð sinni til Benidorm með Steina sleggju – „Missti ger­sam­lega stjórn á skap­inu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 08:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er heldur betur skemmtilegur pistill sem Kristján Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins ritar á íþróttasíðu blaðsins í dag. Kristján rifjar þá upp ferð sína til Benidorm frá árinu 1996.

Á meðan ferðinni stóð komst hópurinn sem Kristján var í að því að knattspyrnumót væri í nágrenninu og var ákveðið að fara á völlinn.

„Þar sem mér er fátt menn­ing­ar­legt óviðkom­andi lét ég plata mig í skóla­ferðalag til Benidorm sum­arið 1996. Var það í fjöl­menn­um hópi með Fönk­lista­geng­inu, Steina sleggju og fleiri hress­um. Ein­hver spar­ká­hugamaður komst á snoðir um að á svæðinu væri í gangi fjög­urra liða und­ir­bún­ings­mót fyr­ir kom­andi sparktíð í Evr­ópu,“ skrifar Kristján í skemmtilegum pistli í Morgunblaðið.

Ákveðið var að skella sér á leik Feyenoord og Valencia, ekki síst vegna þess að hinn magnaði Romario hafði samið við Valencia.

Það var hins vegar ekki frammistaða Romario sem stóð upp úr, heldur var það atvik þar sem Ed de Goey sem lengi vel lék með Chelsea missti stjórn á skapi sínu.

„En eft­ir­minni­leg­asta at­vik leiks­ins varð þegar markvörður hol­lenska liðsins, hinn há­vaxni Ed de Goey, missti ger­sam­lega stjórn á skap­inu. Sókn­ar­maður Valencia reitti tröllið til reiði. Ekki var það Rom­ario en ef til vill Ortega eða Claudio Lopez. Þeir voru ekki fræg­ir frek­ar en Van Bronckhorst og Boa­teng hjá Feyenoord.“

„De Goey ætlaði að hjóla í and­stæðing­inn sem tók til fót­anna með rúm­lega tveggja metra markvörð á eft­ir sér. Þegar de Goey sá að hann myndi ekki hlaupa and­stæðing­inn uppi lét hann nægja að henda tuðrunni, sem hann var með í fang­inu þegar ósættið hófst, á milli herðablaðanna á and­stæðingn­um. Var í fram­hald­inu stillt til friðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Úr Kópavoginum í Víkina

Úr Kópavoginum í Víkina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Í gær

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Í gær

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Í gær

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið