fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Gleymdi 10 milljónum í reiðufé í leigubíl: Dónalegt myndband af honum fór í umferð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 14:00

Max Kruse Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson leitar sér að nýjum vinnuveitandi en hann ákvað að rifta samningi sínum við Hammarby í Svíþjóð á dögunum. Eftir gott gengi í Svíþjóð leitar Aron nú að nýju tækifæri í heimi fótboltans.

Aron gerir upp feril sinn í Draumaliðinu, hlaðvarpsþætti Jóhanns Skúla. Aron fer yfir marga af sínum mögnuðu samherjum en Aron leikur fyrir landslið Bandaríkjanna eftir að hafa fæðst í landi þeirra frjálsu og hugrökku.

Einn af þeim leikmönnum sem Aron velur í lið sitt er Max Kruse sem hefur spilað 14 A-landsleiki fyrir Þýskaland. Aron og Kruse léku saman í Werder Bremen í Þýskalandi.

„Hann er örugglega besti fótboltamaður sem ég hef spilað með, hann var upp á sitt besta þegar ég var með honum. Hann er blanda af vitleysing og gáfaðasta fótboltamanni sem ég hef spilað með, þá er ég meina innan vallar. Alls, alls ekki fyrir utan hann,“ sagði Aron um félaga sinn þegar hann rifjaði upp sögur af Kruse.

Kruse lenti í því leiðinda atviki að myndband af honum að nudda eineygða vin sinn lak á netið, myndbandið sendi hann á stelpu sem setti það í umferð. Það kostaði hann sæti í þýska landsliðinu.

„Honum var hent út úr landsliðinu, ekki vegna getu heldur kom eitthvað leiðinda myndband sem hann hafði sent einhverri stelpu. Hann var að gera eitthvað óviðeigandi. Þetta myndband kom út og svo var eitthvað partý stand á honum, hann drekkur samt ekki. Hann var með partý til 05:00 en alltaf hress daginn eftir.“

Það vakti athygli þegar Kruse gleymdi rúmum 10 milljónum í leigubíl, fjárhæðina hafði hann unnið í póker.

„Hann var í póker og gleymdi 70 þúsund evrum í leigubíl, hann var ekki fullur eða neitt. Það er magnað, hann er þekktur í Þýskalandi fyrir að elska Nutella. Hann var í viðtali um daginn í Nutella í peysu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Í gær

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum