fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
433Sport

Mourinho tekur snarpa U-beygja er varðar Dele Alli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 09:15

Dele Alli, leikmaður Tottenham / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dele Alli er aftur kominn í plön Jose Mourinho og virðist félagið ekki hafa áhuga á að losa sig við hann nú í janúar. Mourinho hefur lítið sem ekkert viljað nota Alli á þessu tímabili.

Mourinho hefur verið óhress með viðhorf Dele sem hefur orðið til þess að hann er oftar en ekki utan leikmannahóps Tottenham.

Dele var hins vegar í byrjunarliði Tottenham gegn Marine í enska bikarnum í gær og stóð sig vel. „Hann var með okkur í þessum leik en ég dæmi engan leikmann eftir svona leik,“ sagði Mourinho um Alli eftir leik.

„Hann hagaði sér eins og atvinnumaður og var með frábært viðhorf, það er það sem gleður mig.“

Mourinho sagði svo að líklega yrði Alli með í leiknum gegn Aston Villa á miðvikudag. „Ég yrði ekki hissa ef Alli myndi spila á miðvikudag.“

Talið var að Tottenham myndi reyna að losa sig við Alli nú í janúar. „Ég er mjög ánægður með viðhorf hans, við tókum engar áhættur vegna þess hvernig völlurinn var.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Odion Ighalo yfirgefur Manchester United – „Eitt sinn rauður ávallt rauður“

Odion Ighalo yfirgefur Manchester United – „Eitt sinn rauður ávallt rauður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmaður Messi sannar að hann sé betri markaskorari en Ronaldo

Stuðningsmaður Messi sannar að hann sé betri markaskorari en Ronaldo
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skotæfing Newcastle fyrir leikinn gegn Leeds – „Hvað í andskotanum erum við að æfa“

Skotæfing Newcastle fyrir leikinn gegn Leeds – „Hvað í andskotanum erum við að æfa“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölva spáir fyrir um úrslit meistaradeildarinnar

Ofurtölva spáir fyrir um úrslit meistaradeildarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Thomas Tuchel ráðinn sem stjóri Chelsea (Staðfest)

Thomas Tuchel ráðinn sem stjóri Chelsea (Staðfest)