fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hvað verður um Hannes Þór? – „Sénsinn bensinn að KR ætli að borga honum það“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. september 2021 08:55

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Valur að næla í markvörðinn Guy Smit frá Leikni Reykjavík. Hinn 26 ára gamli Smit hefur verið hjá Leikni síðustu tvö tímabil. Hann varði mark liðsins með miklum sóma í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Fyrir hjá Val er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hann er samningsbundinn út næstu leiktíð. Möguleiki er á því að riftunarákvæði sé í samningi Vals og Hannesar, það er þó ekki staðfest.

„Þeir hljóta að vera komnir á endastöð í sínu samstarfi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í gær um samstarf Vals og Hannesar.

Hannes var yfirburðar maður í liði Vals í sumar og var einn af fáum leikmönnum liðsins sem stóð undir væntingum. „Fer ekki Hannes Þór Halldórsson í KR? Hann hefur spilað fleiri leiki fyrir Fram en KR,“ sagði Hjörvar sem telur að Hannes sé Framari en hann átti frábær ár í KR:

Kristján Óli Sigurðsson telur útilokað að KR geti borgað sömu laun og Valur. „Hannes er á samningi, hann á ár eftir. 1,4 milljón á mánuði. Hver ætlar að borga það annar á Íslandi? Sénsinn bensinn að KR ætli að borga honum það,“ sagði Kristján.

Hjörvar velti því þá fyrir sér hvort Breiðablik gæti látið til skara skríða. „Gæti Óskar Hrafn hugsað sér að taka hann til að taka næsta skref í Evrópu?,“ sagði Hjörvar en Kristján Óli taldi það útilokað

Hjörvar sagði að það yrði áhugavert að sjá hvað yrði um Hannes Þór sem er besti markvörður í sögu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“