fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Carragher gagnrýnir harðlega miðju Tottenham – „Það er minna pláss á tunglinu!“

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 27. september 2021 21:55

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuspekingurinn Jamie Carragher var stórorður um miðju Tottenham í þættinum Monday Night Football eftir 3-1 tap liðsins gegn Arsenal á sunnudag.

Spurs var 3-0 undir eftir 34 mínútna leik á heimavelli Arsenal. Nuno Espiritio Santo kippti Dele Alli og Japhet Tanganga af velli í hálfleik og sagði eftir leikinn: „Ég ætla ekki að nefna þá leikmenn á nafn sem að fylgdu ekki fyrirmælum en leikskipulagið var ekki rétt samkvæmt leikmönnunum á vellinum.

Carragher var hins vegar á því að sökin lægi hjá Nuno og sagði að hann hefði aldrei séð neitt líkt miðju Tottenham í leiknum.

Ég hef verið í þessum þætti í átta ár. Þegar ég sé frammistöður á borð við þessar horfi ég fyrst og fremst á leikmennina, eins og núna. Ég held að þjálfarar fái oft á sig of mikla gagnrýni, og oft er þetta undir leikmönnunum komið,“ sagði Carragher.

Það er ein mínúta liðin af leiknum: Dele Alli, Ndombele og Hojbjerg are miðjumennirnir, en þeir eru ekki í stöðu miðjumanna. Eina ástæðan til að standa þarna (svnao langt frá boltanum og miðjunni), er ef þjálfarinn hefur sagt þér að gera það. Þeir vildu senda hann fram, en á hvern? Jafnvel þó að maður vinni boltann, þarf maður að hafa einhvern fyrir aftan sig til að vinna seinni boltana, en Dele Alli var í sömu línu og Harry Kane!

Þegar maður horfir á plássið í miðjunni… Ég held ég hafi aldrei séð neitt þessu líkt á ævinni! 

Hvar viltu hafa þá? Örugglega ekki þarna. Það er minna pláss á tunglinu en það sem maður sér í miðjunni hjá Tottenham. Þetta er í raun ótrúlegt. Þjálfarinn hlýtur að hafa sagt þeim hvar þeir ættu að vera staðsettir: Þetta er fyrir fyrsta markið. Það var alltaf að fara að koma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“