fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hemmi Hreiðars sagður líklegur til að taka við ÍBV

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 19:50

Hermann Hreiðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Fótbolta.net í kvöld er Hermann Hreiðarsson líklegastur til að verða næsti þjálfari karlaliðs ÍBV.

Starfið er laust eftir að Helgi Sigurðsson sagði því upp í lok tímabils. Hann hafði þá komið ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu eftir tveggja ára veru í Lengjudeildinni.

Hermann er sem stendur þjálfari Þróttar Vogum. Undir hans stjórn komst liðið upp úr 2. deild og í Lengjudeildina á dögunum.

Hermann var spilandi þjálfari ÍBV í efstu deild árið 2013. Auk þess hefur hann þjálfað bæði karla -og kvennalið Fylkis á ferlinum. Þá hefur Hermann starfað sem aðstoðarstjóri hjá Southend United á Englandi og Kerala Blasters á Indlandi.

Sem knattspyrnumaður lék Hermann 89 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá lék hann fyrir félög á borð við Portsmouth, Charlton og Crystal Palace, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir