fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Hemmi Hreiðars sagður líklegur til að taka við ÍBV

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 19:50

Hermann Hreiðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Fótbolta.net í kvöld er Hermann Hreiðarsson líklegastur til að verða næsti þjálfari karlaliðs ÍBV.

Starfið er laust eftir að Helgi Sigurðsson sagði því upp í lok tímabils. Hann hafði þá komið ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu eftir tveggja ára veru í Lengjudeildinni.

Hermann er sem stendur þjálfari Þróttar Vogum. Undir hans stjórn komst liðið upp úr 2. deild og í Lengjudeildina á dögunum.

Hermann var spilandi þjálfari ÍBV í efstu deild árið 2013. Auk þess hefur hann þjálfað bæði karla -og kvennalið Fylkis á ferlinum. Þá hefur Hermann starfað sem aðstoðarstjóri hjá Southend United á Englandi og Kerala Blasters á Indlandi.

Sem knattspyrnumaður lék Hermann 89 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá lék hann fyrir félög á borð við Portsmouth, Charlton og Crystal Palace, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“