fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Þorlákur mögulega á heimleið – Fer til Akureyrar í dag í viðræður

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 07:30

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möguleiki er á að Þorlákur Árnason komi aftur heim í þjálfun en hann skoðar nú möguleika sína. Þetta staðfesti hann í samtali við 433.is í gærkvöldi.

Samkvæmt heimildum 433.is er Þorlákur væntanlegur til Akureyrar í dag þar sem hann ætlar að ræða við forráðamenn Þórs. Orri Freyr Hjaltalín var rekinn úr starfi undir lok tímabilsins í Lengjudeildinni.

„Ég er að skoða nokkra möguleika hérna heima, get staðfest það,“ sagði Þorlákur í samtali við 433.is í gær.

Þór endaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar en liðið er með nokkuð góðan efnivið, bundnar eru vonir við að ungir leikmenn fái stærra hlutverk á næstu leiktíð.

Þorlákur hefur á síðustu árum verið yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá knatt­spyrnu­sam­bandi Hong Kong. Hann skoðar nú kosti sína hér heima en Þorlákur hefur mikla reynslu úr þjálfun.

Þorlákur var farsæll sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar en einnig hefur hann stýrt Val og Fylki í karlaflokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki