fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ný yfirlýsing KSÍ – „Úttekt á viðbrögðum vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur farið þess á leit við ÍSÍ að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Stjórnin og Guðni Bergsson formaður sögðu af sér vegna ásakanna um að hylma yfir meint ofbeldi landsliðsmanna.

„Knattspyrnusambandið ítrekar afsökunarbeiðni sína til þolenda og heitir því að vinna ótrautt að því að bæta menningu og starfsanda innan hreyfingarinnar. KSÍ vill laga starfshætti sína að kröfum tímans um viðbrögð við kynferðisofbeldi. Í þessu skyni hefur verið leitað til sérfræðinga og ráðgjafa til að aðstoða hreyfinguna við að vinna að úrbótum til framtíðar og bæta samskipti og upplýsingaflæði til samfélagsins. Stjórn mun leitast eftir að upplýsa um framgang mála fram að aukaþingi;“ segir í yfirlýsingu.

Yfirlýsing frá Knattspyrnusambandi Íslands
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) hefur farið þess á leit við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Nefndinni er ætlað að fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og stjórnar KSÍ og bregðast við ásökunum um þöggun. Þá á nefndin að taka sérstaklega til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu.

Knattspyrnusambandið ítrekar afsökunarbeiðni sína til þolenda og heitir því að vinna ótrautt að því að bæta menningu og starfsanda innan hreyfingarinnar. KSÍ vill laga starfshætti sína að kröfum tímans um viðbrögð við kynferðisofbeldi. Í þessu skyni hefur verið leitað til sérfræðinga og ráðgjafa til að aðstoða hreyfinguna við að vinna að úrbótum til framtíðar og bæta samskipti og upplýsingaflæði til samfélagsins. Stjórn mun leitast eftir að upplýsa um framgang mála fram að aukaþingi.

KSÍ fordæmir ofbeldi af öllu tagi. Knattspyrnusambandið er að bæta afgreiðslu ofbeldismála og tryggja að þau fari í réttan farveg hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða lögreglu. Mikilvægt er að skapa aðstæður til að gera raunverulegar úrbætur í takti við þá ráðgjöf sem KSÍ hefur fengið og að upplýst sé jafnóðum um þau skref sem stigin er

Helstu atriði:
Tveir faghópar hafa þegar tekið til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það hlutverk að skoða ferla, vinnubrögð og heimildir til aðgerða hjá samböndunum. Hægt verður að ráðast í breytingar á grundvelli þeirra niðurstaðna.

KSÍ ætlar að bæta upplýsingagjöf innan hreyfingarinnar og til almennings og fjölmiðla. Fráfarandi stjórn og starfsmenn hafa óskað eftir ráðgjöf frá samskiptafélaginu Aton.JL fram að aukaþingi.

Töf varð á birtingu fundargerða vegna óvenjulegra kringumstæðna, þar sem formaður hafði látið af störfum og framkvæmdastjóri var í tímabundnu leyfi.

KSÍ mun veita nefnd ÍSÍ öll gögn sem óskað er eftir.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs Knattspyrnusambandsins rennur út 25. september.
Landsliðshópur A landsliðs karla fyrir októberverkefnin verður tilkynntur 30. september.
KSÍ heldur aukaþing sitt 2. október og hefur Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, snúið til baka úr leyfi til að undirbúa það.

Eðli málsins samkvæmt vilja fjölmiðlar og aðrir spyrja margra spurninga. Starfsmenn og fráfarandi stjórn KSÍ munu leitast við að svara þeim eftir bestu getu fram að aukaþingi. Þó er ljóst að einhver mál skýrast ekki fyrr en ný stjórn tekur til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi