fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Vilhjálmur dómari mætti í viðtal: Netverjar hjóla í hann – „Að ljúga að sjálfum sér er sjálfs manns bani“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari mætti til viðtals á Stöð2 Sport í gær eftir hörkuleik milli HK og Stjörnunnar. HK tók á móti Stjörnunni í lokaleik 21. umferðarinnar í Pepsi Max deild karla í gær.

Heimamenn þurftu á sigri að halda til að koma sér upp úr fallsæti eftir að ÍA vann Fylki í síðustu umferð. Það var markalaust í hálfleik og nokkuð dauft yfir þangað til að Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í liði HK þegar að 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Birnir var á gulu spjaldi þegar hann féll í teig Garðbæinga og Vilhjálmur Alvar gaf honum annað gult og þar með rautt spjald fyrir leikaraskap. Brottreksturinn virtist kveikja aðeins í HK-ingum sem komust yfir fjórum mínútum síðar þegar að Valgeir Valgeirsson hamraði boltann í netið.

Vilhjálmur mætti til viðtals eftir leik og útskýrði rauða spjaldið á Birni en margir voru ósammála dómnum. „„Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur, ég stóð beint fyrir aftan. Það er snerting milli leikmanna beggja liða en í þessu atviki er það leikmaður HK sem býr til snertingu. Fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna gef ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur á Stöð2 Sport í gær

Netverjar stukku til og fóru að efast um Vilhjálm og hans útskýringar. „Vinur minn sagði einusinni við mig. Að ljúga að öðrum er ljótur vani, en að ljúga að sjálfum sér er sjálfs manns bani,“ skrifar Samúel Samúelsson formaður Vestra.

Landsliðsmaður Bandaríkjanna blandar sér einnig í málið. „Óíþróttamannsleg framkoma! Erum við að horfa a sama atvik??,“ skrifar Aron Jóhansson á Twitter eftir viðtalið.

Fleiri taka í sama streng og má sjá það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 3 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak