fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Michael Owen ósáttur með Jesse Lingard

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 20. september 2021 18:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi framherjinn og knattspyrnuspekingurinn Michael Owen var allt annað en sáttur við Jesse Lingard eftir að Englendingurinn skoraði sigurmark Man United gegn West Ham á sunnudag.

Lingard tryggði United mönnum stigin þrjú með glæsilegu skoti á 88. mínútu en neitaði að fagna markinu, en kappinn var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig frábærlega og skoraði 9 mörk í 16 leikjum.

Afgreiðslan er alveg frábær,“ sagði Owen í samtali við Premier League Productions.

Það eina sem er slakt við þetta er að hann fagnar ekki. Ég trúi því ekki leikmenn fagni ekki þegar þeir skora gegn sínum gömlu félögum. Hann var bara þarna í nokkrar mínútur.

Ef hann vill ekki skora, ef hann er ekki það ánægður, ekki skjóta þá, gefðu boltann ef það er málið. Það er það eina sem hann klikkar á þarna, allt annað var stórkostlega gert.

Lingard var hins vegar á öðru máli í samtali við MUTV. „Ég fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum West Ham. Ég naut mín þar en þurfti að standa mig vel í dag. 

Þeir studdu við bakið á mér þegar ég var þar á láni og tóku vel á móti mér svo mér fannst rétt að endurgjalda þeim það.“

Markið kom United á toppinn við hlið Chelsea og Liverpool en liðin eru öll með 13 stig eftir fimm umferðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

EM: Noregur vann Sviss

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“