fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: KA í þriðja sætið eftir góðan sigur á Val

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók á móti KA í lokaleik dagsins í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar karla. Leiknum lauk með 1-4 sigri KA.

Birkir Már Sævarsson kom Val yfir strax á 5. mínútu eftir stoðsendingu frá Patrick Pedersen. Sebastian Brebels jafnaði metin fyrir KA tuttugu mínútum síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Nökkvi Þeyr Þórisson kom gestunum yfir á 63. mínútu og Sebastian Brebels skoraði þriðja markið rúmum 10 mínútum síðar. Elfar Árni Aðalsteinsson gulltrygði svo sigur KA með marki undir lok leiks. Lokatölur 1-4 sigur KA.

Með sigrinum fer KA í 3. sæti deildarinnar með 39 stig en Valur er í 5. sæti með 36 stig.

Valur 1 – 4 KA
1-0 Birkir Már Sævarsson (´5)
1-1 Sebastiaan Brebels (´25)
1-2 Nökkvi Þeyr Þórisson (´63)
1-3 Sebastian Brebels (´76)
1-4 Elfar Árni Aðalsteinsson (´81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“