fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Ósáttur við framkomu félagsins í garð Donny van de Beek

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 18. september 2021 17:45

Donny van de Beek í leik með Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki sáttur við hvernig Manchester United hefur komið fram við Donny van de Beek og segir að félagið hafi keypt hann til að friða stuðningsmenn.

Manchester United hefur byrjað vel í ensku úrvalsdeildinni og er með 10 stig eftir fjóra leiki. Liðið byrjaði þó Meistaradeildina á tapi gegn Young Boys. Van de Beek fékk loks tækifæri í leiknum en var tekinn af velli í hálfleik.

„Donny van de Beek er að renna út á tíma með að bjarga ferli sínum hjá United,“ sagði Berbatov við Betfair.

„Hann byrjaði gegn Young Boys en var skipt út af í hálfleik. Þetta er hans saga hjá klúbbnum, ef hann spilar er hann tekinn snemma af velli og ef hann kemur inn fær hann 10 mínútur. Hann fær aldrei að sýna hvað hann getur.“

„Þetta er bara ekki að virka. Sem er leiðinlegt því United borgaði mikið fyrir hann. En þetta er það sem gerist þegar þú eyðir pening til að friða stuðningsmennina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt