fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Coutinho að valda Barcelona meiri fjárhagsvandræðum?

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 18. september 2021 11:15

Philippe Coutinho. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsvandræði Barcelona gætu versnað á komandi vikum þar sem Barcelona þarf að greiða Liverpool 17 milljónir punda fyrir kaupin á Philippe Coutinho í janúar 2018.

Brasilíski miðjumaðurinn nálgast 100 leiki fyrir Barcelona og samkvæmt frétt Daily Star og Sport.es segir að þegar leikmaðurinn nái þeim leikjafjölda þurfi spænska félagið að greiða Liverpool 17 milljónir punda.

Barcelona hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum upp á síðkastið og þurft að losa sig við ýmsa leikmenn. Félagið gat til að mynda ekki haldið stórstjörnunni Lionel Messi hjá félaginu en hann hafði leikið allan sinn feril með Barcelona.

Coutinho hefur nú leikið 90 leiki fyrir Barcelona og gæti náð leik númer 100 er liðið mætir Rayo Vallecano 27. október. Coutinho hefur skorað 23 mörk í þessum 90 leikjum fyrir Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt