fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Umboðsmaður Pogba tjáir sig: „Hann gæti farið næsta sumar“

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 17. september 2021 20:16

/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að leikmaðurinn gæti farið aftur til Juventus þegar að samningur hans hjá Man United rennur út næsta sumar.

Pogba hóf ferilinn hjá United en lék aðeins þrjá leiki 2011-12 tímabilið áður en hann flutti sig yfir til Ítalíu.

Frakkinn lék 124 leiki með Juventus og vann meðal annars fjóra Ítalíumeistaratitla á fjórum árum með félaginu áður en hann sneri aftur til Manchester árið 2016 fyrir tæpar 90 milljónir punda.

Corrielle dello Sport vitnaði í Raiola sem sagði í samtali við ítölsku sjónvarpsstöðina Rai Sport: „Samningur Ronaldo rennur út á næsta ári. Við munum tala við Man United og sjá. Turin hefur legið honum á hjarta og honum er annt um þessa hluti,“ sagði Raiola.

Möguleikinn á að snúa aftur til Juventus er fyrir hendi en það veltur líka á Juve.“

Sky Sports News sagði frá því fyrr í vikunni að Pogba hefði þótt viðskipti Man United í sumarglugganum tilkomumikil og er nú opnari fyrir því að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Solskjaer trúir því að endurkoma Ronaldo til United geti gert liðið aftur að siguvegurum og sannfært Pogba um að skuldbinda sig við félagið. Þegar hann var spurður út í stöðu samningsmála Pogba sagði Solskajer: „Það er undir okkur komið að sýna það og sanna að við getum unnið titla.

Ég held að allir þeir sem semja við United vilji vinna titla og vera hluti af sigurliði Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu