fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands var gestur í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV í gær. Heimir er staddur hér á landi á meðan hann skoðar næstu skref sín sem þjálfari.

Heimir lét af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins árið 2018 eftir að hafa stýrt liðinu í sjö ár. Heimir og til að byrja með Lars Lagerback skrifuðu sig í sögubækurnar þegar þeir komu íslensku karlalandsliði í fyrsta sinn á EM árið 2016 og síðan Heimir sem fór einn með liðið á HM árið 2018.

„Lars Lagerbäck lét mér líða rosalega vel, leyfði mér að hafa áhrif strax, og ég held að það sé lykillinn að öllu samstarfi,“ segir Heimir í þættinum á RÚV sem sýndur var í gær.

„Hann veit hvernig á að vinna með fólki. Ég var náttúrulega svolítið óreyndur, að koma úr íslensku deildinni, og Lars lét mér líða rosalega vel. Hann leyfði mér að hafa áhrif strax og ég held að það sé lykill að öllu samstarfi. Að menn fái svolítið frelsi.“

Heimir var þá spurður út í það hvað hann gerði þegar hann tók einn við liðinu. „Við héldum í meira og minna allt og flest af því sem við höfðum verið að gera áður. Ég hafði fjögurra ára reynslu af því að stjórna landsliðinu svo það var ekki flókið fyrir mig, fyrir utan að ég var áfram með gott fólk í kringum mig sem hjálpaði mér.“

Gefur gott ráð í landsliðsþjálfun:

Óhætt er að fullyrða að Heimir er besti landsliðsþjálfari í sögu Íslands en hver er lykilinn. „Mesta kúnstin, Þú ert að fá menn sem eru mjög ólíkir og alls staðar af úr heiminum. Þeir eru vanir að spila fótbolta á ólíkan hátt en með íslenska landsliðinu verða þeir að vita hvernig á að spila með íslenska landsliðinu.“

Eftir starfið hjá Íslandi fór heimir til Katar og stýrði Al-Arabi í tvö og hálft ár. „Það var skrýtið að koma í fyrsta lagi til Katar, þar er annar kúltúr. Önnur trúarbrögð, þau hafa mikil áhrif á fótboltann. Múslimar eru með öðruvísi venjur og siði, þegar maður kemur sem gestur í land þá getur maður ekki breytt öllum í Íslendinga. Við vorum svolítið að reyna það í byrjun en svo föttum við það að við þurftum að aðlagast að þeim.“

Heimir er án starfs í dag en hver er stóri draumurinn? „Ég hef ekki neina sérstaka drauma um hvaða lið ég sé að þjálfa, bara þar sem ég er að vinna að þar líði mér vel. Hvort sem það er ÍBV eða Manchester United. Mig langar að ég nái árangri þar sem ég er,“ sagði Heimir að lokum og tók fram að það sem mestu máli skipti væri að fjölskyldan yrði hamingjusöm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Í gær

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“