fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Reglum um fæðingarorlof knattspyrnukvenna breytt á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. september 2021 12:37

Viðureign Breiðabliks og Vals er vinsælust í efstu deild kvenna. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar KSÍ 9. september sl., samþykkti stjórn breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Um ræðir nýjar greinar 15-19 í reglugerðinni og mikilvægar breytingar sem snúa m.a. að skuldbindingargildi samninga og samningsbrot félaga og samningsleikmanna, og sérstökum réttindum kvenkyns leikmanna, m.a. varðandi fæðingarorlof (lengd orlofs, greiðslur til leikmanns, brjóstagjöf, o.fl.).

Breytingarnar hafa verið unnar að höfðu samráði við Íslenskan toppfótbolta (ÍTF) og Leikmannasamtök Íslands og hafa verið í vinnslu síðan í nóvember 2020. Ákvæði um samningsbrot, riftun samninga og viðurlög hafa verið aðlöguð íslenskum aðstæðum eins og kostur er, en ákvæði FIFA um fæðingarorlof kvenkyns leikmanna eru skyldubundin ákvæði sem taka til leikmanna á leikmannssamningum (professional players).

„Mikilvægt er að leikmenn sjálfir og félög sem hafa innan vébanda sinna leikmenn sem reglurnar taka til kynni sér efni þeirra og bregðist við með nauðsynlegum hætti gagnvart samningum sem gerðir verða. Ekki er síður mikilvægt að Leikmannasamtök Íslands kynni efnið leikmönnum sem falla munu undir ákvæðin,“ segir á vef KSÍ.

Á meðgöngu hefur leikmaður eftirfarandi réttindi yfir samningstímabil:
19.6.1. Leikmaður hefur rétt til þess að sinna áfram íþróttalegum skyldum sínum (þ.e. æfa og keppa í knattspyrnu) gagnvart samningsfélagi, að fenginni staðfestingu frá meðferðaraðila og óháðum lækni (valinn af leikmanni og félagi) um að það sé henni óhætt. Í slíku tilfelli ber samningsfélagi að virða ákvörðun leikmanns og setja upp viðeigandi æfingaáætlun fyrir áframhaldandi íþróttaþátttöku sem miðar að því að öryggi og heilsa leikmanns og ófædds barns sé tryggð.

19.6.2. Leikmaður hefur rétt til að sinna öðrum atvinnuskyldum gagnvart samningsfélagi, ef meðferðaraðili telur ekki öruggt að leikmaður sinni áfram íþróttalegum skyldum sínum samkvæmt leikmannssamningi eða ef leikmaður ákveður sjálfur að nýta ekki sinn rétt, skv. 19.6.1., að sinna áfram íþróttalegum skyldum gagnvart samningsfélagi. Í slíku tilfelli ber samningsfélagi að virða ákvörðun leikmannsins og setja upp áætlun um aðrar atvinnuskyldur leikmannsins gagnvart samningsfélagi í samráði við leikmanninn. Sem endurgjald fyrir vinnuna á leikmaður rétt til greiðslu fullra samningsbundinna launa/endurgjalds og/eða hlunninda fram að töku fæðingarorlofs. 19.6.3. Leikmaður hefur rétt á að ákveða sjálfstætt upphafsdagsetningu fæðingarorlofs. Sérhvert félag sem neyðir eða þrýstir á leikmann til töku fæðingarorlofs á tilteknum tíma skal beitt viðurlögum af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

19.6.4. Leikmaður hefur rétt á að snúa aftur að loknu fæðingarorlofi til að sinna íþróttalegum skyldum sínum gagnvart samningsfélagi, að fenginni staðfestingu frá meðferðaraðila og óháðum lækni (valinn af leikmanni og félagi) um að það sé leikmanninum óhætt. Leikmaður á rétt til greiðslu fullra samningsbundinna launa/endurgjalds og/eða hlunninda eftir að hún snýr aftur að loknu fæðingarorlofi.

19.7. Leikmanni skal veitt tækifæri og svigrúm til brjóstagjafar/næringar ungbarns á meðan leikmaður sinnir íþróttalegum skyldum gagnvart samningsfélagi. Samningsfélag skal veita leikmanni viðeigandi aðstöðu til brjóstgjafar í samræmi við gildandi landslög eða ákvæði í kjarasamningi á milli fulltrúa atvinnurekanda/félaga og launafólks/leikmanna, sem bindur samningsaðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
433Sport
Í gær

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir