Fylkir hefur rekið þjálfara karlaliðsins, þá Atla Svein Þórarinsson og Ólaf Inga Stígsson, en þetta staðfesti félagið rétt í þessu.
Gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar en Fylkir er í fallsæti, einu stigi frá HK í öruggu sæti. Fylkir átti hræðilegan leik í gærkvöldi er liðið tapaði 0-7 á heimavelli gegn Breiðablik. Þá fór af stað umræða um að Fylkir myndi láta þjálfarana fara og hefur félagið nú staðfest það.
„Knattspyrnudeild Fylkis hefur ákveðið að slíta samstarfi við þjálfara Fylkis í meistaraflokki karla,
þá Atla Svein Þórarinsson og Ólaf Inga Stígsson.“
„Fylkir þakkar þeim fyrir góð störf síðastliðin tvö ár og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu félagsins.