Búist er við því að Lionel Messi leiki sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í kvöld er liðið heimsækir Reims í Ligue 1.
Um sögulegan atburð verður að ræða þar sem Messi hefur aldrei leikið fyrir annað félag en Barcelona á sínum meistaraflokksferli.
Argentínumaðurinn fór óvænt frá Barcelona til PSG í sumar þar sem fyrrnefnda félagið hafði ekki efni á að framlengja samning hans. Parísarfélagið gekk því á lagið.
Mauricio Pochettino, stjóri PSG, hefur valið Messi í hóp sinn fyrir leik kvöldsins gegn Reims. Neymar og Kylian Mbappe eru einnig í hópnum.
Það hefur vakið athygli að Mbappe ferðist með PSG í leik kvöldsins. Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarna daga.
Leikur Reims og PSG hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.