Dani Carvajal reyndist hetja Real Madrid í leik liðsins gegn Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það stefndi allt í markalaust jafntefli þegar að Karim Benzema sendi fyrir á Dani Carajaval sem tók boltann viðstöðulaust á lofti og skoraði.
Real Madrid er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir þrjár umferðir með sjö stig, sama stigafjölda og Sevilla, Valencia og Mallorca.
Real tapaði miklum fjárhæðum vegna Covid-19 faraldursins og hefur einungis krækt sér í einn leikmann í félagsskiptaglugganum, en David Alaba kom frá Bayern Munchen á frjálsri sölu fyrr í sumar.
Real hefur áhuga á Kylian Mbappe, framherja PSG, og Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Parísarliðinu sagði að félagið myndi „ekki standa í vegi fyrir Mbappe“ en taldi 137 milljóna punda tilboð Real Madrid ekki nógu háa upphæð fyrir frakkann unga.
Lokatölur:
Real Betis 0 – 1 Real Madrid
0-1 Dani Carvajal (‘61)