Englandsmeistarar í Manchester City tóku á móti Arsenal á Ethiad vellinum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man City sýndi mikla yfirburði í leiknum sem lauk með 5-0 sigri heimamanna. Staðan var 3-0 í hálfleik og Arsenal manni færri eftir að Granit Xhaka var rekinn af velli á 35. mínútu.
Ian Wright og sonur hans, Shaun Wright-Philips voru báðir í stúdíóinu hjá ensku úrvalsdeildinni en Shaun Wright-Philips lék með Man City á sínum tíma og Ian Wright er goðsögn hjá Arsenal og varð meðal annars deildar- og bikarmeistari hjá félaginu í stjórnartíð Arsene Wenger.
Shaun Wright-Philips stóð upp og faðmaði pabba sinn í hálfleik en Ian var augljóslega í öngum sínum eftir skelflilega frammistöðu Arsenal í leiknum.
„Þetta er mjög skammarlegt, þetta er mjög skammarlegt,“ sagði Ian Wright. „Ég veit ekki hvað leikplanið er. Þeir eru skelfilegir í vörninni. Cedric, Rob Holding og Sead Kolasinac eru tómu tjóni. Þeir byrjuðu reyndar á því að pressa vel, en fyrir utan það er skipulagið gjörsamlega hörmulegt,“ sagði Ian Wright.
Myndbandið af Shaun Wright-Philips að hugga pabba sinn má sjá hér að neðan.
.@IanWright0 needs a hug pic.twitter.com/Ju71MTcjuD
— Arsenalist (@arsenalist) August 28, 2021