Valur tók á móti Stjörnunni í 19. umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. Leikið var á Origo vellinum á Hlíðarenda.
Það var nokkuð jafnt með liðunum framan af en fyrrum Valsarinn, Einar Karl Ingvarsson, kom Stjörnunni yfir með marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggi Hrafn Haraldasson jafnaði metin fyrir Val á 58. mínútu.
Valsmenn sóttu að marki Stjörnunnar en það voru Garðbæingar sem að skoruðu sigurmarkið í leiknum þegar að sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Stjarnan fékk aukaspyrnu og Hilmar Árni Halldórsson sendi boltann fyrir á kollinn á Björn Berg Bryde sem að skallaði boltann í netið.
Lokatölur 2-1 fyrir Stjörnunni. Þetta var annar tapleikur Valsmanna í röð sem eru nú tveimur stigum á eftir Breiðablik sem á leik til góða á Val og situr í toppsætinu með 38 stig. Stjarnan er í 7. sæti með 22 stig.
Valur 1 – 2 Stjarnan
0-1 Einar Karl Ingvarsson (‘45)
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’58)
1-2 Björn Berg Bryde (’84)