fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Víkingur Ólafsvík fallið – Kórdrengir sigruðu Grindavík

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 28. ágúst 2021 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Kórdrengir eiga enn möguleika á að leika í efstu deild á næstu leiktíð eftir 2-1 sigur á Grindavík. Víkingur Ólafsvík er fallið um deild eftir tap gegn Selfossi á heimavelli. Þróttur R. er á mörkunum að fylgja þeim niður eftir að liðið tapaði gegn Aftureldingu og Þórsarar og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

Kórdrengir unnu 2-1 útsigur á Grindavík. Connor Mark Simpson kom Kórdrengjum yfir á 30. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Arnleifur Hjörleifsson var rekinn af velli í liði Kórdrengja á 55. mínútu eftir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Fatai Adebole Gbadamosi skoraði sjálfsmark á 88. mínútu og staðan 1-1 en Alex Freyr Hilmarsson tryggði Kórdrengjum stigin þrjú með marki á 90. mínútu. Kórdrengir eru í 3. sæti með 34 stig, stigi á eftir ÍBV sem á tvo leiki til góða.

Topplið Fram vann Gróttu 2-1 á Framvellinum þrátt fyrir að vera manni færri í rúmlega klukkutíma. Þórir Guðjónsson og Haraldur Ásgrímsson skoruðu mörk Fram í leiknum en Gabríel Eyjólfsson var markaskorari Gróttu.

Afturelding vann 3-1 sigur á heimavelli gegn Þrótturum. Arnór Ragnarsson skoraði þrennu fyrir Aftureldingu sem er öruggt um miðja deild, en Þróttur R. er á barmi falls en liðið er 9 stigum frá örugu sæti þegar þrír leikir eru eftir og með mun verri markatölu en Þór í 10. sæti.

Selfoss sendi þá Víking Ólafsvík niður um deild með 3-0 sigri. Þeir Valdimar Jóhannson, Aron Einarsson og Gary John Martin skoruðu mörk Selfyssinga í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Í gær

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram