fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Víkingur Ólafsvík fallið – Kórdrengir sigruðu Grindavík

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 28. ágúst 2021 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Kórdrengir eiga enn möguleika á að leika í efstu deild á næstu leiktíð eftir 2-1 sigur á Grindavík. Víkingur Ólafsvík er fallið um deild eftir tap gegn Selfossi á heimavelli. Þróttur R. er á mörkunum að fylgja þeim niður eftir að liðið tapaði gegn Aftureldingu og Þórsarar og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

Kórdrengir unnu 2-1 útsigur á Grindavík. Connor Mark Simpson kom Kórdrengjum yfir á 30. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Arnleifur Hjörleifsson var rekinn af velli í liði Kórdrengja á 55. mínútu eftir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Fatai Adebole Gbadamosi skoraði sjálfsmark á 88. mínútu og staðan 1-1 en Alex Freyr Hilmarsson tryggði Kórdrengjum stigin þrjú með marki á 90. mínútu. Kórdrengir eru í 3. sæti með 34 stig, stigi á eftir ÍBV sem á tvo leiki til góða.

Topplið Fram vann Gróttu 2-1 á Framvellinum þrátt fyrir að vera manni færri í rúmlega klukkutíma. Þórir Guðjónsson og Haraldur Ásgrímsson skoruðu mörk Fram í leiknum en Gabríel Eyjólfsson var markaskorari Gróttu.

Afturelding vann 3-1 sigur á heimavelli gegn Þrótturum. Arnór Ragnarsson skoraði þrennu fyrir Aftureldingu sem er öruggt um miðja deild, en Þróttur R. er á barmi falls en liðið er 9 stigum frá örugu sæti þegar þrír leikir eru eftir og með mun verri markatölu en Þór í 10. sæti.

Selfoss sendi þá Víking Ólafsvík niður um deild með 3-0 sigri. Þeir Valdimar Jóhannson, Aron Einarsson og Gary John Martin skoruðu mörk Selfyssinga í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Í gær

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar