fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Enski boltinn: West Ham á toppnum eftir jafntefli við Crystal Palace

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 28. ágúst 2021 16:29

Michail Antonio skoraði fyrsta mark leiksins / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum var að ljúka klukkan 16:00 í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Aston Villa og Brentford gerðu 1-1 jafntefli á Villa Park og Everton vann 2-0 útisigur á Brighton. Þá gerðu Newcastle og Southampton 2-2 jafntefli líkt og West Ham og Crystal Palace og Leicester sigraði Norwich á Carrow Road.

Pablo Fornals kom West Ham yfir á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Michail Antonio. Conor Gallagher jafnaði metin fyrir Palace menn á 58. mínútu en Antonio, sem er funheitur um þessar mundir, kom West Ham aftur í forystu 10 mínútum síðar. Conor Gallagher var hins vegar aftur á ferðinni fyrir Crystal Palace tveimur mínútum síðar og lokatölur 2-2.

West Ham er á toppi deildarinnar með 7 stig, en liðið hefur leikið einum fleiri leik en Man City í öðru sæti. Crystal Palace er í 14. sæti með 2 stig.

Allan Saint-Maximin hélt hann hefði unnið leikinn fyrir Newcastle gegn Southampton þegar hann kom liðinu aftur í 2-1 forystu á 90. mínútu eftir að Callum Wilson og Elyounoussi höfðu skorað fyrir sitt hvort liðið, en Southampton fékk víti í uppbótartíma og James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði örugglega.  Ivan Toney kom Brentford yfir gegn Aston Villa á útivelli á 7. mínútu en Emi Buendia bjargaði stigi fyrir heimamenn með frábæru skoti sex mínútum síðar.

Jamie Vardy og Marc Albrighton skoraði mörk Leicester gegn Norwich í sitthvorum hálfleiknum eftir að Teemu Pukki hafði jafnað tímabundið metin fyrir Norwich með marki úr vítaspyrnu. Englendingarnir Demarai Gray og Dominic Calvert-Lewin skoruðu svo mörk Everton í 2-0 sigri á Brighton.

Lokatölur: 

Aston Villa 1– 1 Brentford
0-1 Ivan Toney (‘7)
1-1 Emiliano Buendia (’13)

Brighton 0 – 2 Everton
0-1 Demarai Gray (’41)
0-2 Dominic Calvert-Lewin (’57, víti)

Newcastle 2 – 2 Southampton
1-0 Callum Wilson (’55)
1-1 Mohamed Elyounoussi (’74)
2-1 Allan Saint-Maximin (’90)
2-2 James Ward-Prowse (’96, víti)

Norwich 1 – 2 Leicester
0-1 Jamie Vardy (‘8)
1-1 Teemu Pukki (’44, víti)
1-2 Marc Albrighton (’76)

West Ham 2 – 2 Crystal Palace
1-0 Pablo Fornals (’39)
1-1 Conor Gallagher (’58)
2-1 Michail Antonio (’68)
2-2 Conor Gallagher (’70)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref