Fimm leikjum var að ljúka klukkan 16:00 í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Aston Villa og Brentford gerðu 1-1 jafntefli á Villa Park og Everton vann 2-0 útisigur á Brighton. Þá gerðu Newcastle og Southampton 2-2 jafntefli líkt og West Ham og Crystal Palace og Leicester sigraði Norwich á Carrow Road.
Pablo Fornals kom West Ham yfir á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Michail Antonio. Conor Gallagher jafnaði metin fyrir Palace menn á 58. mínútu en Antonio, sem er funheitur um þessar mundir, kom West Ham aftur í forystu 10 mínútum síðar. Conor Gallagher var hins vegar aftur á ferðinni fyrir Crystal Palace tveimur mínútum síðar og lokatölur 2-2.
West Ham er á toppi deildarinnar með 7 stig, en liðið hefur leikið einum fleiri leik en Man City í öðru sæti. Crystal Palace er í 14. sæti með 2 stig.
Allan Saint-Maximin hélt hann hefði unnið leikinn fyrir Newcastle gegn Southampton þegar hann kom liðinu aftur í 2-1 forystu á 90. mínútu eftir að Callum Wilson og Elyounoussi höfðu skorað fyrir sitt hvort liðið, en Southampton fékk víti í uppbótartíma og James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði örugglega. Ivan Toney kom Brentford yfir gegn Aston Villa á útivelli á 7. mínútu en Emi Buendia bjargaði stigi fyrir heimamenn með frábæru skoti sex mínútum síðar.
Jamie Vardy og Marc Albrighton skoraði mörk Leicester gegn Norwich í sitthvorum hálfleiknum eftir að Teemu Pukki hafði jafnað tímabundið metin fyrir Norwich með marki úr vítaspyrnu. Englendingarnir Demarai Gray og Dominic Calvert-Lewin skoruðu svo mörk Everton í 2-0 sigri á Brighton.
Lokatölur:
Aston Villa 1– 1 Brentford
0-1 Ivan Toney (‘7)
1-1 Emiliano Buendia (’13)
Brighton 0 – 2 Everton
0-1 Demarai Gray (’41)
0-2 Dominic Calvert-Lewin (’57, víti)
Newcastle 2 – 2 Southampton
1-0 Callum Wilson (’55)
1-1 Mohamed Elyounoussi (’74)
2-1 Allan Saint-Maximin (’90)
2-2 James Ward-Prowse (’96, víti)
Norwich 1 – 2 Leicester
0-1 Jamie Vardy (‘8)
1-1 Teemu Pukki (’44, víti)
1-2 Marc Albrighton (’76)
West Ham 2 – 2 Crystal Palace
1-0 Pablo Fornals (’39)
1-1 Conor Gallagher (’58)
2-1 Michail Antonio (’68)
2-2 Conor Gallagher (’70)