Jorge Mendes umboðsmaður Cristiano Ronaldo er mættur til Ítalíu til að funda með Juventus um framtíð Cristiano Ronaldo.
Manchester City hefur áhuga á að krækja í Ronaldo, samkvæmt ítölskum miðlum hefur félagið boðið honum 230 þúsund pund í laun á viku.
City er tilbúið að gera tveggja ára samning við Ronaldo en ljóst er að hann myndi lækka verulega í launum.
City er hins vegar ekki tilbúið að borga Juventus fyrir Ronaldo en ítalska félagið vill 25 milljónir punda fyrir hann.
Ronaldo er goðsögn í augum stuðningsmanna Manchester United, ljóst er að þeir ættu erfitt með að fyrirgefa honum það að taka skrefið yfir til CIty.
Ronaldo er 36 ára gamall en hann hefur verið á toppnum frá árinu 2007 og er á meðal bestu knattspyrnumanna í sögunni.