Harry er nú talinn krefjast þess að fá launahækkun hjá Tottenham eftir að hafa verið neitað um félagsskipti til Manchester City í sumar. Hann vill verða hæst launaðasti leikmaðurinn deildarinnar og fá 400 þúsund pund á viku að því er segir í frétt Sportsmail.
Harry Kane staðfesti á samfélagsmiðlum sínum í vikunni að hann ætlar að vera áfram hjá Tottenham eftir miklar vangaveltur um framtíð kappans. Hann vildi ólmur komast í burtu og vinna titla og hafði Manchester City mikinn áhuga. Daniel Levy neitaði þó að selja leikmanninn og er hann því áfram hjá Tottenham.
Harry Kane á að hafa fengið launahækkun síðasta sumar þegar félagið neitaði að selja hann og er hann að fá um 300 þúsund pund vikulega. Það finnst Kane ekki nóg en hann vill verða launahæstur í deildinni og fá 400 þúsund pund vikulega. Kevin De Bruyne er núna launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 385 þúsund pund á viku.
Samkvæmt heimildum Sportsmail er Tottenham tilbúið að verða við þessari beiðni en launahækkunin á að vera tengd við ýmsa bónusa, þar á meðal mörk og stoðsendingar.