Valur tók á móti Tindastól á Origo vellinum í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. Valur vann öruggan 6-1 sigur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum.
Elín Metta Jensen kom Val yfir strax í byrjun leiks og eftir það var þetta aldrei spurning. Cyera Makenzie Hintzen tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu eftir frábæra sókn.
Mist Edvardsdóttir skoraði þriðja markið í byrjun seinni hálfleiks og Ásdís Karen Halldórsdóttir það fjórða stuttu síðar. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fimmta mark Vals á 70. mínútu en Jacquline Altschuld skoraði sárabótarmark undir lokin úr vítaspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir gulltrygði svo sigur Vals á 87. mínútu.
Valur hefur verið besta liðið í deildinni í sumar og hafa þær nú tryggt sér titilinn þrátt fyrir að eiga enn tvo leiki eftir í deildinni.
Valur 6 – 1 Tindastóll
1-0 Elín Metta Jensen (´6)
2-0 Cyera Makenzie Hintzen (´35)
3-0 Mist Edvardsdóttir (´47)
4-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir (´58)
5-0 Fanndís Friðriksdóttir (´70)
5-1 Jacquiline Altschuld (´83)
6-1 Fanndís Friðriksdóttir (´87)