„Ég verð áfram hjá Tottenham í sumar og verð 100 prósent einbeittur á að ná árangri með liðinu,“ skrifar Harry Kane og setur allt á hliðina með því að staðfesta að hann verði áfram í herbúðum félagsins.
Kane sér ekki fram á það að Manchester City bjóði 150 milljónir punda í hann á næstu dögum, um er að ræða verðmiða sem Tottenham ætlar ekki að lækka.
Kane er fyrirliði enska landsliðsins en hann hefur ólmur viljað losna frá Tottenham. Nú er ljóst að hann fer ekki.
Daniel Levy stjórnarformaður félagsins hefur verið harður í horn að taka og ætlaði sér ekki að missa Kane.
Kane hefur verið jafn besti leikmaður Tottenham síðustu ár og nú er ljóst að hann verður áfram en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum.
It was incredible to see the reception from the Spurs fans on Sunday and to read some of the messages of support I've had in the last few weeks. 👏⚽
I will be staying at Tottenham this summer and will be 100% focused on helping the team achieve success. #COYS pic.twitter.com/uTN78tHlk1
— Harry Kane (@HKane) August 25, 2021