Þremur leikjum var að ljúka í 2. umferð deildarbikarsins á Englandi í kvöld. Arsenal og Southampton völtuðu yfir sín lið og Burnley hafði betur gegn Newcastle í vítakeppni.
Arsenal sigraði West Brom örugglega. Aubameyang kom liðinu yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Nicolas Pepe og Aubameyang bættu svo við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks og staðan því 0-3 í hálfleik.
Leikmenn Arsenal voru ekki hættir en Saka skoraði fimmta markið snemma í seinni hálfleik og Aubameyang fullkomnaði þrennu sína á 62. mínútu. Alexandre Lacazette gulltryggði svo frábæran sigur Arsenal á 69. mínútu.
Þetta var góður leikur hjá Arsenal og mikilvægur sigur fyrir Mikel Arteta og lærisveina hans en þeir hafa byrjað tímabilið illa með tveimur töpum í deildinni.
West Brom 0 – 6 Arsenal
0-1 Pierre Emerick Aubameyang (’17 )
0-2 Pierre Emerick Aubameyang (’45 )
0-3 Nicolas Pepe (’45 +1)
0-4 Bukayo Saka (’50 )
0-5 Pierre Emerick Aubameyang (’62 )
0-6 Alexandre Lacazette (’69 )
Southampton valtaði yfir Newport og sigraði 8-0. Elyounoussi skoraði þrennu í leiknum.
Newport 0 – 8 Southampton
0-1 Armando Broja (‘9 )
0-2 Nathan Tella (’25 )
0-3 Kyle Walker-Peters (’44 )
0-4 Mohamed Elyounoussi (’48 )
0-5 Mohamed Elyounoussi (’55 )
0-6 Armando Broja (’57 )
0-7 Nathan Redmond (’69 )
0-8 Mohamed Elyounoussi (’90 )
Loks hafði Burnley betur gegn Newcastle eftir vítaspyrnukeppni. Enn var markalaust eftir venjulegan leiktíma en Burnley hafði betur í vítakeppni. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley í dag.
Newcastle 0 – 0 Burnley (3-4, Burnley áfram eftir vítakeppni)