fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Aron Einar fastur í einangrun á Spáni: „Við biðum fram á síðustu stundu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins situr í einangrun á Spáni með COVID-19 og getur ekki tekið þátt í verkefni íslenska landsliðsins í næstu viku.

Þrír leikir eru framundan í undankeppni HM 2022 en ljóst er að fjarvera Arons er blóðtaka, ofan á það er Gylfi Þór Sigurðsson fjarverandi vegna málefna hans í Bretlandi.

Aron Einar greindist með COVID-19 í æfingaferð Al-Arabi á Spáni og er þar fastur í einangrun vegna veirunnar.

„Því miður er Aron ekki leikhæfur. Við biðum fram á síðustu stundu. Við vorum þangað til seint í gærkvöldi í sambandi við Aron. Hann er á undirbúningstímabili og svo veikist hann. Hann er búinn að vera í einangrun í yfir viku. Það er ómögulegt að ná honum leikhæfum fyrir þetta,“
sagði Arnar Þór.

Rúnar Alex Rúnarsson hefur jafnað sig af COVID-19 veikindum en hann er kominn lengra í bataferli sínu en Aron Einar.

„Við tókum þá ákvörðun í sameiningu við Aron að vera ekki að ýta á eftir því. Það eru orðnar ákveðnar reglur hjá ákveðnum félögum að leikmenn gangi í gegnum mjög nákvæma læknisskoðun eftir Covid, ómskoðun, hjartalínurit og fleira. Rúnar Alex er búinn að ganga í gegnum þetta og er byrjaður að æfa. Aron á þetta allt eftir. Það var ómögulegt að ná honum leikhæfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni