fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Arnar Þór var spurður út í málefni Gylfa: „Meira get ég ekki sagt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 13:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM 2022. Hópurinn sem opinberaður var í dag er áhugaverður.

Liðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þremur heimaleikjum en fyrsti leikur er á fimmtudag í næstu viku.

Flestum Íslendingum er kunnugt um stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar, þessi besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár var handtekinn í júlí vegna gruns um um brot gegn barni. Gylfi Þór er laus gegn tryggingu fram í október en rannsókn lögreglu er í gangi.

Arnar Þór var spurður út í málefni Gylfa Þórs en gat lítið sagt. „Gylfi er ekki valinn og ég hef ekki haft samband við Gylfa. Meira get ég ekki sagt um það mál ,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi sínum í dag.

Snorri Másson fréttamaður á Stöð2 reyndi að fá svör frá Arnari um málið en Arnar vildi ekki tjá sig um málið.

„Hér í dag erum við að ræða landsliðshóp fyrir næstu þrjá heimaleiki, allt sem kemur að liðinu og hópnum. Það er það eina sem við viljum ræða, hversu spennandi verkefni þetta er fyrir okkur. Hversu spennandi það verkefni er fyrir okkar ungu leikmenn, þjálfarar vilja alltaf velja sitt besta lið. Við stjórnum ekki alltaf því hverja við getum valið.“

Gylfi hefur verið einn besti leikmaður Íslands síðustu árin og átt stóran þátt í mikilli velgengni félagsins.

„Við veljum þann hóp sem stendur okkur til boða, oft viljum við fá aðra leikmenn en við erum að velja. EF það væri bannað að velja ákveðan leikmenn þá þyrftum við að fylgja þeim fyrirmælum frá okkar yfirmönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Í gær

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
433Sport
Í gær

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið