fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Arnar og Eiður Smári tjáðu sig um fjarveru Ragnars – Tengist ekki skoðunum hans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýni Ragnars Sigurðssonar á unga leikmenn á Íslandi er ekki ástæða þess að hann er ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands. Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM 2022. Hópurinn sem opinberaður var í dag er áhugaverður. Liðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þremur heimaleikjum en fyrsti leikur er á fimmtudag í næstu viku.

Arnar segir að skoðanir Ragnars sem nú leikur með Fylki hafi ekkert með valið að gera, Ragnar hefur verið einn besti varnarmaður liðsins um langt skeið en hann er enn að komast í form eftir langt frí frá alvöru fótbolta.

„Það væri mjög dapurt ef menn mættu ekki hafa sínar skoðanir. Margir af okkar ungu leikmönnum eru á svipuðum stað eða betri stað en Aron Einar og Jói Berg á þessum aldri. Það eru mjög fáir leikmenn sem byrja í aðalliði Barcelona og eru þar allan sinn feril,“ sagði Arnar Þór.

„Það er eitt af okkar grunngildum að við viljum fá þátttöku og hreinskilni. Við viljum fá það frá okkar leikmönnum að þeir segi sínar skoðanir. Raggi var með okkur í mars og ætlaði að vera með okkur í júní. Ef Raggi er upp á sitt besta, þá er hann einn af okkar bestu knattspyrnumönnum,“ sagði Arnar.

„Sama hvaða skoðanir hann hefur,“ bætti Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari við málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Í gær

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“