Jack Wilshere er að spá í að hætta í fótbolta aðeins 29 ára gamall en ekkert félag hefur gert honum samningstilboð í sumar.
Wilshere lék með Bournemouth á síðasta ári, hann gekk til liðs við félagið í upphafi árs og lék 18 leiki með liðinu.
Áður var Wilshere hjá Arsenal og West Ham en hann var einn efnilegasti leikmaður Englands um langt skeið en meiðsli gerði honum erfitt fyrir. „Ég velti því oft fyrir mér að hætta,“ sagði Wilshere
„Þegar þú ert hjá félagi og æfir á hverjum degi, þá vaknar þú og ætlar að reyna að koma sér í liðið. Ef þú ert ekki í liðinu þá ertu að reyna að koma þér þangað, ég hef þetta ekki lengur.“
Börnin hjá Wilshere botna ekkert í stöðunni. „Börnin mín eru á þeim aldri að þau skilja þetta ekki, Archie er níu ára og hann er alltaf að spyrja mig. Hann skilur ekki af hverju ég fer ekki í MLS eða til Spánar.“
„Hann elskar fótbolta, hann veit allt um fótbolta. Það er erfitt að útskýra fyrir honum að ekkert lið vill mig eins og er.“