Micah Richards telur að Arsenal muni án nokkurs vafa reka Mikel Arteta úr starfi, hann verði fórnarlamb þess að liðið er ekki nógu gott.
Arsenal hefur eytt mest allra liða á Englandi í sumar en félagið hefur þó ekki verslað úr efstu hillu eins og Richards bendir á.
„Þessa stundina getur Arsenal ekki fengið bestu leikmennina, leikmennirnir í þeirri hillu velja önnur lið,“ sagði Richards.
„Þegar þú talar um að þeir hafi eytt miklum fjármunum, þeir eru að versla úr hillunum fyrir neðan. Eða þá að þeir eru að veðja á unga leikmenn með hæfileika.“
„Þú myndir halda að stjórinn hefði eitthvað að segja um kaupstefnuna en það er mikil vandræði hjá Arsenal. Þeir hafa keypt nokkra leikmenn án þess að hugsa.“
Richards telur að Arteta missi starfið innan tíðar. „Að kaupa unga leikmenn mun kosta Arteta starfið, hann mun ekki koma liðinu í fremstu röð á þeim.“