fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Segja Real Madrid hafa boðið í Mbappe – Félagaskiptin gætu haft áhrif á Ronaldo

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 19:32

Kylian Mbappe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt talkSPORT hefur Real Madrid boðið 160 milljónir punda í Kylian Mbappe, sóknarmann Paris Saint-Germain.

Hinn 22 ára gamli Mbappe hefur lengi verið orðaður við Real. Samningur hans í París rennur út næsta sumar. Hann gæti farið frítt þá. Hann hefur látið PSG vita að hann vilji fara.

Þá segir Sky Sports frá því að fari Mbappe til Real, gæti það þýtt að PSG kræki í Cristiano Ronaldo frá Juventus í staðinn.

Samningur Ronaldo við Juventus rennur út næsta sumar. Líkt og Mbappe er hann talinn vilja fara frá félagi sínu.

Ronaldo hefur þó einnig verið sterklega orðaður við Manchester City í dag.

Hér fyrir neðan má sjá fréttaskýringu Sky Sports um hugsanleg félagaskipti tveggja af stærstu knattspyrnumönnum heims.

Cristiano Ronaldo. Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur