Rúnar Alex Rúnarsson er einn þeirra leikmanna sem vill fara frá Arsenal áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku.
Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal frá Dijon í Frakklandi fyrir ári síðan og átti ágætis spretti á sínu fyrsta tímabil.
Rúnar Alex var sterklega orðaður við lið í Tyrklandi í sumar en ekki náðist samkomulag á milli Altay Spor og Arsenal.
Willian og LUcas Torreira eru að yfirgefa ARsenal og fleiri vilja fara sömu leið. Þar er Rúnar Alex nefndur í The Athletic.
Hector Bellerin, Eddie Nketiah og Ainsley Maitland-Niles vilja einnig yfirgefa Arsenal á næstu dögum.
Rúnar Alex hefur ekki verið í leikmannahópi Arsenal í upphafi tímabils vegna COVID-19 smits, þá hefur félagið keypt Aaron Ramsdale til að keppa við Bernd Leno um stöðu markvarðar hjá félaginu.