Alvaro Montero blaðamaður á Spáni telur að Kylian Mbappe hafi aldrei verið eins nálægt því að ganga í raðir Real Madrid.
Svo virðist sem forráðamenn PSG hafi gefið upp alla von í því að ná að sannfæra Mbappe um að framlengja dvöl sína í París.
Greint er frá því í frönskum fjölmiðlum í dag að PSG sé tilbúið að selja Mbappe á næstu dögum því félagið sér ekki fram á að geta sannfært hann um að framlengja.
Mbappe verður samningslaus eftir ár og getur þá farið frítt frá PSG, Sky Sports News segir frá því að alvöru tilboð sé nú á borði PSG frá ensku í Mbappe. Ekki er vitað hvaða félag það er en það gæti verið frá Manchester City, Manchester United, Liverpool eða Chelsea.
Mbappe hefur mest verið orðaður við Liverpool á Englandi en Manchester City er í leit að sóknarmanni og gæti látið til skara skríða.
Draumur Mbappe frá unga aldri hefur verið að spila fyrir Real Madrid og gæti sá draumur orðið að veruleika á næstu dögum.