Cristiano Ronaldo er sagður spila stóra rullu í því að Real Madrid geti krækt í Kylian Mbappe frá PSG á næstu dögum. Frá þessu greinir spænska blaðið AS og slær málinu upp á forsíðu sinni.
Þar segir að PSG vilji fá Ronaldo til að fylla skarð Mbappe fari hann. Ronaldo hefur áhuga á að fara frá Juventus áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Svo gæti farið að Kylian Mbappe yfirgefi PSG á næstu sjö dögum áður en félagaskiptaglugginn lokar. Mbappe hefur hingað til neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Greint er frá því í frönskum fjölmiðlum í dag að PSG sé tilbúið að selja Mbappe á næstu dögum því félagið sér ekki fram á að geta sannfært hann um að framlengja.
Mbappe verður samningslaus eftir ár og getur þá farið frítt frá PSG, Sky Sports News segir frá því að alvöru tilboð sé nú á borði PSG frá ensku félagi í Mbappe.
Real Madrid er félagið sem Mbappe dreymir um en Ronaldo gæti hjálpað sínu gamla félagi að fá Mbappe með því að ýta á félagaskipti til PSG.