fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Fullyrða að Ronaldo spili stóra rullu í framtíð Mbappe

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 11:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er sagður spila stóra rullu í því að Real Madrid geti krækt í Kylian Mbappe frá PSG á næstu dögum. Frá þessu greinir spænska blaðið AS og slær málinu upp á forsíðu sinni.

Þar segir að PSG vilji fá Ronaldo til að fylla skarð Mbappe fari hann. Ronaldo hefur áhuga á að fara frá Juventus áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Svo gæti farið að Kylian Mbappe yfirgefi PSG á næstu sjö dögum áður en félagaskiptaglugginn lokar. Mbappe hefur hingað til neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Greint er frá því í frönskum fjölmiðlum í dag að PSG sé tilbúið að selja Mbappe á næstu dögum því félagið sér ekki fram á að geta sannfært hann um að framlengja.

Mbappe verður samningslaus eftir ár og getur þá farið frítt frá PSG, Sky Sports News segir frá því að alvöru tilboð sé nú á borði PSG frá ensku félagi í Mbappe.

Real Madrid er félagið sem Mbappe dreymir um en Ronaldo gæti hjálpað sínu gamla félagi að fá Mbappe með því að ýta á félagaskipti til PSG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Í gær

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar