Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano hefur staðfest að Real Madrid hafi boðið í Kylian Mbappe, stjörnuleikmann Paris Saint-Germain.
TalkSPORT sagði frá því í kvöld að Real hafi boðið 160 milljónir punda. Romano segir þó að um 160 milljónir evra sé að ræða.
Þá hefur Mbappe hafnað þremur tilboðum PSG um nýjan samning. Hann á eitt ár eftir af núgildandi samningi sínum við félagið.
Confirmed. Real Madrid have made a formal bid for €160m to sign Kylian Mbappé immediatly. NO green light from Paris Saint-Germain yet. ⚪️🇫🇷 #Mbappé #RealMadrid
Kylian Mbappé has turned down more than three different proposals from PSG to extend the contract. He’s waiting too. pic.twitter.com/cGTAmYVhdb
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021
Sky Sports sagði frá því fyrr í kvöld að fari Mbappe til Real, gæti það þýtt að PSG kræki í Cristiano Ronaldo frá Juventus í staðinn.
Samningur Ronaldo við Juventus rennur út næsta sumar. Líkt og Mbappe er hann talinn vilja fara frá félagi sínu.
Ronaldo hefur þó einnig verið sterklega orðaður við Manchester City í dag.