Reiður stuðningsmaður Arsenal tók sér stöðu nálægt Edu, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu, í tapleik gegn Chelsea í fyrradag til þess að láta hann heyra það. Eiginkona Edu tók upp hanskann fyrir sinn mann.
Chelsea vann virkilega þægilegan 0-2 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum í fyrradag Arsenal hefur nú tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Fyrri tapleikurinn kom gegn nýliðum Brentford.
Margir stuðningsmenn félagsins eru orðnir pirraðir á Mikel Arteta, stjóra liðsins. Arsenal hefur hafnað í áttunda sæti í deildinni tvö tímabil í röð. Sem stendur er ekki útlit fyrir að leiðin liggi upp á við í náinni framtíð.
Sem yfirmaður knattspyrnumála fær Edu einnig sinn skerf af gagnrýni. Hann hefur til að mynda mikið að segja þegar kemur að leikmannakaupum félagsins. Dótti Edu fór á Instagram til að útskýra hvað fjölskyldan er að ganga í gegnum.
Fan having a go at Edu yesterday, then Edu’s wife gives him the 1 finger salute 🖕😂 pic.twitter.com/MzzcFZNK62
— Luke McMahon (@Lukesagooner) August 23, 2021
„Horfið á allt sem faðir minn hefur unnið, horfið á allt sem ég hef gert. Ég veit hvað hann getur gert, ég ætla ekki að ræða það. Að lesa það allt særir mig mikið,“ sagði Maria Gaspar dóttir Edu.
„Við verðum að venjast þessu lífi, lífið fer upp og niður. Faðir minn hefur lifað þessu lífi um nokkurt skeið, hann er gagnrýndur og fær hrós. Hann er vanur þessu en ekki ég, þetta særir mig mikið. Við lærum af þessu.“
„Ég var vön því að svara fólki í einkaskilaboðum en ég hef hætt. Ég get ekki opnað það lengur því það er svo mikið ofbeldi þar, ég hef ekki þolinmæði í það.“
„Hausinn minn er ekki á góðum stað til að útskýra hlutina því faðir minn verður fyrir miklu ofbeldi.“