Svo gæti farið að Kylian Mbappe yfirgefi PSG á næstu sjö dögum áður en félagaskiptaglugginn lokar. Mbappe hefur hingað til neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Greint er frá því í frönskum fjölmiðlum í dag að PSG sé tilbúið að selja Mbappe á næstu dögum því félagið sér ekki fram á að geta sannfært hann um að framlengja.
Mbappe verður samningslaus eftir ár og getur þá farið frítt frá PSG, Sky Sports News segir frá því að alvöru tilboð sé nú á borði PSG í Mbappe.
Ekki er vitað hvaða félag það er en það gæti verið frá Manchester City, Manchester United, Liverpool eða Chelsea.
Mbappe hefur mest verið orðaður við Liverpool á Englandi en Manchester City er í leit að sóknarmanni og gæti látið til skara skríða.
🔵 A big offer from a Premier League club has come in for Kylian Mbappe and PSG may be open to selling him. pic.twitter.com/4qUuyn9pwF
— Football Daily (@footballdaily) August 24, 2021