Brasilíski vængmaðurinn Willian er á leið til Corinthians í heimalandinu frá Arsenal. Þetta segir Chris Wheatley hjá Football.london, sem og fleiri blaðamenn.
Hinn 33 ára gamli Willian kom til Arsenal frá Chelsea á frjálsri sölu í fyrra. Það gekk alls ekki vel hjá honum hjá Skyttunum á sinni fyrstu leiktíð.
Willian er þá ansi óvinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal. Eftir tap liðsins gegn Chelsea í gær skellti Willian sér svo á Instagram og líkaði við færslu Chelsea um leikinn. Ekki var það til að bæta samband hans við stuðningsmenn Arsenal.
Willian mun fara til Corinthians á frjálsri sölu þrátt fyrir að eiga tvö ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal.
As per @SamiMokbel81_DM, Willian is close to signing for Corinthians on a free transfer.
Confirmed by those close to the player.
More on @ArsenalFC_fl shortly.
— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2021